Glæsilegt einbýlishús Guðna og Elizu til sölu á 93 milljónir

1. ágúst 2020
20:19
Fréttir & pistlar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid hafa nú sett einbýlishús sitt á Seltjarnarnesi á sölu en að því er kemur fram í frétt Morgunblaðsins keyptu þau húsið árið 2015, ári áður en Guðni varð forseti. Frá því að hann tók við embætti hafa hjónin búið á Bessastöðum.

Húsið, sem er á þremur hæðum auk íbúðar í kjallara, er 249 fermetrar að stærð með fimm svefnherbergjum og þremur baðherbergjum. Þá eru tveir bílskúrar skráðir við eignina sem og tvö eldhús. Eignin er skráð á 92,9 milljónir.

Að því er kemur fram á fasteignavef Fréttablaðsins er staðsetning eignarinnar virkilega góð, á veðursælum og rólegum stað. Þá er eignarlóðin 825 fermetrar á stærð, fullfrágengin með stórum tyrfðum flötum, trjágróðri og stórri hellulagðri innkeyrslu og stéttum fyrir framan hús.

Nokkrar myndir af eigninni má sjá hér fyrir neðan.