Gísli segir verð­munurinn á Ís­landi og Sví­þjóð með ó­líkindum: „Ein­föld á­kvörðun stjórn­valda“

Einar Karl Frið­riks­son bendir á ó­trú­legan verð­mun á Baron de Ley rauð­víns­flösku. Vínið kostar 3000 krónur í ríkinu, 2400 krónur í Frí­höfninni en 1684 krónur í búð í Sví­þjóð sem þó er Sy­stem­bola­get og er eins og ÁTVR á Ís­landi.

Á­fengis­skattar á Ís­landi eru þeir hæstu í Evrópu og ætti þetta því ekki að koma lands­mönnum á ó­vart. Haukur Heiðar, bruggari, bendir á að eftir síðustu skatta­breytingar er 10 evru vín (c.1500 kr.) að kosta um 4000 til 5000 krónur á Ís­landi.

Sjón­varps­maðurinn Gísli Marteinn deilir færslu Einars og beinir spjótunum á réttan stað.

„Mér finnst þetta með ó­­líkindum. Þetta er ein­­föld á­­kvörðun stjórn­valda. Af hverju langar þau að gera líf okkar glataðra?“ spyr Gísli.