Gis­lí safnar myndum af fá­vitum við eld­gosið: „Ég er kominn á eftir­laun og hef ekkert mjög mikið að gera“

Eld­gosið sem hófst í fyrra­dag hefur hleypt nýju lífi í Face­book-hópinn Fá­vita­varpið í Geldinga­dölum sem nefnist nú Fá­vita­varpið í Mera­dölum en til­gangurinn verður á­fram sá sami, að hæðast að þeim sem ekki geta stillt sig um að glenna sig framan í vef­mynda­vél RÚV frá gos­stöðvunum. Þetta kemur fram í Frétta­blaðinu í dag.

„Það verður alltaf að vera vett­vangur fyrir fá­vita af því að fólk á svo auð­velt með að haga sér eins og fá­vitar. Við Hafn­firðingar og aðrir höfum nú alltaf kapp­kostað að þjóna fá­vitum þessa lands með ein­hverjum hætti og erum að koma til móts við þetta fólk,“ segir Gísli Ás­geirs­son í sam­tali við Frétta­blaðið.

Hann sér um Face­book síðuna Fá­vita­varpið í Mera­dölum sen hópurinn var áður kendnur við Geldinga­dali.

Yfir­lýst mark­mið hópsins hefur frá upp­hafi verið að safna skjá­skotum af fólki sem gerði í því að trufla vef­út­sendingu RÚV og fara þannig mark­visst í fínustu taugar margra sem kusu að fylgjast með náttúru­ham­förunum úr öruggri fjar­lægð úr sófanum heima hjá sér.

Gísli telur skjáskotið sýna fullkomna fulltrúa þeirra sem fara að gosstöðvunum. „Tvær eru svo aulalegar að það hálfa væri nóg og hinar tvær hafa örugglega dressað sig upp fyrir ferðina og eru bara að vera með og líta vel út.“
Mynd/Skjáskot

Full­komin hneykslunar­hraun­hella

„Ég reikna með að þarna muni fyllast af myndum þegar líður á næstu viku þegar fólki sem er að fara í annað og þriðja sinn fer náttúr­lega að leiðast að horfa á gosið og taka „selfies“ og fer þá upp í brekkuna að mynda­vélinni, hringir heim og veifar og svo­leiðis. Og það er svo­leiðis fólk sem við viljum endi­lega fá,“ segir Gísli og víkur síðan að fólkinu hinum megin við vef­mynda­vélina. Með­limum hópsins sem nú eru um 6.800 manns.

„Þarna er líka fullt af fólki sem fær mikla út­rás fyrir að hneykslast á öðrum af því að Face­book er fyrst og fremst vett­vangur fyrir fólk sem vill hneykslast og móðgast, bæði fyrir sína hönd og annarra, þá er Fá­vita­varpið í Mera­dölum hinn full­komni vett­vangur fyrir það,“ segir Gísli og telur rétt að taka fram að hann hafi erft hóp­stjórnina þegar stofnandinn Hall­dór Högurður hætti á Face­book.

Hraunið var rétt byrjað að renna á þriðjudag þegar stuðbolta dreif að úr öllum áttum og Gísli Ásgeirsson brást skjótt við og breytti nafni Fávitavarpsins í Geldingadölum sem nú er kennt við Meradali.
Fréttablaðið/Samsett

Fun­heitur arfur

„Svo hætti hann á Face­book, mann­fýlan, sá á­gæti maður, vegna þess að ég held að honum hafi leiðst miðillinn sem er í eðli sínu ekkert sér­stak­lega skemmti­legur vett­vangur. En ókei. Svo bara sit ég uppi með þetta og af því að ég er kominn á eftir­laun og hef ekkert mjög mikið að gera svona öðru hverju þá sinni ég þessu af því að ég veit að Hall­dór hefði viljað það.

Auð­vitað byrjaði þetta sem einn risa­stór brandari, svo vatt þetta upp á sig og Hall­dór var mjög ó­feiminn við að rífa stólpa­kjaft við fólk þannig að á tíma­bili rigndi inn kvörtunum í skila­boða­hólf mitt þar sem ég var beðinn um að hafa hemil á honum, ég beðinn að tala við hann, eins og þarf stundum að tala við fólk, og svo var maður sem sagðist vera að safna um­mælum hans og ætlaði að höfða mál. Ég held að Hall­dór hafi kallað hann ein­hverjum svona ó­nefnum og efast um greind hans og al­menna skyn­semi og það er alveg nóg fyrir suma.“

„Svona nálægt og þarna er krakki!“ Hneykslunarefni vissulega.

Gísli segist þó frekar hafa reiknað með því að þessu verk­efni hans væri lokið enda var síðasta færslan í hópnum, áður en byrjaði að gjósa í vikunni, frá 27. desember 2021 og snerist um tíðinda­leysið á eld­stöðvunum.

„Jú, það hélt maður og þess vegna kom þægi­lega á ó­vart að þetta skyldi koma aftur upp og ég held að þessi um­fjöllun muni vonandi hleypa nýju lífi í hópinn og höfða bæði til fá­vita og hneykslunar­gjarnra og þá er til­ganginum náð.“