Gísli Marteinn um sinn gamla flokk: Er flokknum orðið alveg sama?

30. júní 2020
12:28
Fréttir & pistlar

„Er Sjálf­stæðis­flokknum orðið al­gjör­lega sama um frjáls­lynda kjós­endur sína?“

Þessari spurningu varpar Gísli Marteinn Baldurs­son, fjöl­miðla­maður og fyrr­verandi borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, fram á Twitter-síðu sinni.

Sjá einnig: Hörð við­­brögð eftir að frum­­varp Pírata var fellt: „Skammar­­legt fram­­ferði“ – Illugi og Kristinn birta lista

Til­efnið er frum­varp Pírata um af­nám refsinga fyrir vörslur neyslu­skammta fíkni­efna en eins og greint hefur verið frá var frum­varpið fellt í at­kvæða­greiðslu í nótt. At­hygli vekur að frum­varpinu var hafnað þó að í stjórnar­sátt­mála ríkis­stjórnarinnar sé skýrt kveðið á um mildari stefnu í fíkni­efna­málum.

Þar sagði orð­rétt:

„Snúa þarf af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkni­efna en styrkja að­­gerðir gegn fíkni­efna­­sölum, inn­flutningi og fram­­leiðslu fíkni­efna. Tryggja þarf fíklum við­unandi með­­ferðar­úr­ræði með sam­vinnu dóms-, fé­lags- og heil­brigðis­­kerfis.“

Gísli Marteinn veltir fyrir sér hvort Sjálf­stæðis­flokknum sé sama um frjáls­lynda kjós­endur sína.

„Flokkurinn hefur vissu­lega alltaf verið sam­spil frjáls­lyndis og í­halds en þegar svona mál fær 0 at­kvæði frá þing­flokki D veltir fólk því fyrir sér hvort í­haldið sé alveg búið að kæfa frelsis­hugsunina.“