Gísli Marteinn um RÚV: „Fólkið með allar verstu skoðanir landsins hatar stofnunina“

Sjón­varps­maðurinn Gísli Marteinn Baldurs­son segir það segja mjög mikla sögu um mikil­vægi Ríkis­út­varpsins hverjir hata það. Þetta kemur fram á Twitter en Sigurður Már Jóns­son, starfs­maður Mið­flokksins segir um­mælin lýsa undar­legri af­stöðu Gísla.

„Það segir mjög mikla sögu um mikil­vægi Rúv hvað fólkið með allar verstu skoðanir landsins hatar stofnunina mikið,“ skrifar Gísli.

„Alveg eins­og hjá öfga­hægri flokkum í Evrópu, vill þetta fólk ekki leggja al­manna­út­varpið niður - það vill bara breyta því hvaða skoðanir heyrast þar og hverjar ekki.“

Ó­hætt er að segja að um­mælin veki mikla at­hygli. Sigurður Már Jóns­son, starfs­maður Mið­flokksins, deilir um­mælunum á Face­book og segir þau at­hyglis­verð. Sjálfur hefur Sigurður rætt hlut­verk RÚV, meðal annars í pistli sem birtist á mbl.is í mars síðast­liðnum.

„Ég pó­staði þessum um­mælum af því mér fannst þau lýsa undar­legri af­stöðu, eins og öll gagn­rýni á Ríkis­út­varpið sé frá vondu fólki með rangar skoðanir!“ skrifar Sigurður.

„Ég hef gagn­rýnt Ríkis­út­varpið en það gerir auð­vitað margt vel, skárra væri það nú með alla þessa fjár­muni. Þá starfa þar margir á­gætir fag­menn en auð­vitað verður að endur­meta hlut­verk og starf­semi RÚV eins og á við um alla starf­semi.“