Gísli Marteinn treystir bara þessum fimm til að gæta hags­muna þjóðarinnar á tímum CO­VID

6. ágúst 2020
17:27
Fréttir & pistlar

Gísli Marteinn Baldurs­son, sjón­varps­maður og fyrr­verandi borgar­full­trúi, segist í raun að­eins treysta fimm ein­stak­lingum til að gæta hags­muna þjóðarinnar á tímum CO­VID-19 far­aldursins.

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varnar­læknir hefur kallað eftir því að fleiri komi að borðinu varðandi á­kvarðana­töku, til dæmis stjórn­völd.

Gísli Marteinn segir á Twitter-síðu sinni að hann geti ekki í­myndað sér betri fimm manna hóp en þrí­eykið, það er Ölmu Möller land­lækni, Þór­ólf land­lækni, Viði Reynis­son yfir­lög­reglu­þjón og þau Katrínu Jakobs­dóttur for­sætis­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra.

„Ég vil bara að þau á­kveði þetta og við hin treystum þeirra mati. Takk.“

Sitt sýnist hverjum um þetta mat Gísla og er út­varps­maðurinn Þor­kell Máni Péturs­son á því að pólitíkin eigi að koma sem minnst ná­lægt á­kvörðunum í far­aldrinum.

„Það á að taka allar co­vid á­kvarðanir út frá vísindum. Ekki pólitík. Skulum fá sem minnst af hug­myndum frá stjórn­mála­mönnum. Þær eru al­mennt mjög vondar. Besta leiðin útúr vandanum er lík­lega að láta þrí­burana hafa öll völd i landinu,“ segir hann.

Gísli Marteinn á­réttar síðar í þræðinum á Twitter að ef um væri að ræða fimm manna hóp sem þyrfti að taka á­kvarðanir þá væri þetta sá fimm manna hópur sem væri hvað best í stakk búinn að taka réttar á­kvarðanir.

Þegar Gísli er spurður hvort Bjarni Bene­dikts­son þurfi endi­lega að vera í hópnum, segir hann: „Ég held að Þór­ólfur myndi segja: Nei það þarf ekki að vera Bjarni, en það þarf að vera ein­hver sem getur tekið erfiðar á­kvarðanir sem varða þjóðar­hag, getur sett landið efna­hags­lega á hliðina os­frv. Og ég myndi segja að fjár­mála­ráð­herra væri sá aðili. Hver sem sá aðili er.“

Gísli Marteinn segir svo að hann sé ekki að leggja til að stjórn­mála­menn eigi að taka völdin af vísinda­mönnum. Þvert á móti.

„Þór­ólfur er hins­vegar að biðja um fleiri að borðinu, sem hafa um­boð til að taka erfiðar efna­hags­á­kvarðanir. Honum finnst það ekki sitt hlut­verk. Og ég myndi frekar vilja þrí­eykið+for­sætis­ráð­herra+fjár­mála­ráð­herra, frekar en öll hags­muna­sam­böndin inní svona hóp sem Þór­ólfur þyrfti að rífast við og sá frekasti fengi að ráða. Myndi bara treysta þrí­eykinu og þessum tveim til að reyna öll að gæta hags­muna þjóðarinnar.“