Gísli Marteinn: Skýrasta merkið um að ég hafi þroskast

Sjón­varps­maðurinn og fyrr­verandi borgar­full­trúinn Gísli Marteinn Baldurs­son segist hafa komið auga á skýrt merki um að hann „hafi þroskast smá­vegis með árunum.“

Hann segir að nú þyki sér það hin besta skemmtun þegar leik­skóla­börn koma inn í strætis­vagn sem hann ferðast með.

„Þegar ég var ungur og vit­laus rang­hvolfði ég augunum þegar ég sá hersinguna nálgast,“ skrifar hann á Twitter. Nú sé tíðin önnur og það sé „stór­kost­leg skemmtun þegar leik­skólar koma um borð í strætó.“

Gísli Marteinn segir þó að á­stæðan fyrir þessu gæti ekki verið þroski heldur að hann sé með Air­pods Pro-heyrnar­tól í eyrunum í strætó.