Gísli Marteinn ofsóttur af fyrrum samherja

Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður hefur staðið í ströngu að undanförnu í umræðunni um hraðalækkun í íbúðahverfum.

Gísli, sem er fyrrverandi borgarfulltrúi, er ekki mikill stuðningsmaður einkabílsins og hefur talað mjög fyrir því að hraði verði lækkaður. Þá er afstaða hans varðandi nagladekk flestum kunn.

Gísli Marteinn sér þó jafnan spaugilegu hliðarnar á málunum og hann sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni í dag þegar hann sagði: „Helgi Seljan er kannski ofsóttur af Samherja, en ég er ofsóttur af fyrrum samherja! Rosalegt ástand. #umferðamál #aðförin #siðareglur

Vísaði Gísli í umræðu sem fram fór í íbúahópi Vesturbæinga á Facebook þar sem Þórdís Pálsdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, velti fyrir sér hvort Gísli Marteinn hefði gerst brotlegur við siðareglur RÚV með því að blanda sér af krafti í umræðuna um borgarmál. Hringbraut fjallaði nokkuð ítarlega um það mál fyrr í dag.