Getur verið að þetta hafi verið til­viljun? Alexandra telur ekki

Gall­harðir að­dá­endur Simp­sons-fjöl­skyldunnar ráku upp stór augu þegar þeir fylgdust með inn­setningar­at­höfn Joe Biden og Kamölu Har­ris í em­bætti for­seta og vara­for­seta Banda­ríkjanna í gær.

Kamala var klædd í fal­lega fjólu­bláa dragt og undir henni var hún í fjólu­bláum bol og með eins­konar perlu­háls­men. Svo vill til að í einum til­teknum Simp­sons-þætti, sem sýndur var í mars árið 2000, tók Lisa Simp­son við em­bætti for­seta Banda­ríkjanna af Donald Trump. Þættirnir spáðu því nokkuð rétt fyrir um það að Trump ætti á ein­hverjum tíma­punkti eftir að verða for­seti Banda­ríkjanna.

Eins og sést glögg­lega hér að neðan var Lisa klædd í fjólu­bláa dragt og undir henni var hún í fjólu­bláum bol og með perlu­háls­men – í raun ná­kvæm­lega eins klæðnaði og Kamala skartaði á inn­setningar­at­höfninni í gær. Þetta hefur vakið at­hygli margra og eru sumir á því að hér sé ekki um neina til­viljun að ræða.

„Erum við að tala um að Kamala Har­ris hafi í al­vöru mætt í inn­setningarar­höfnina í sömu fötum og Lisa Simp­son í þættinum sem gerðist í fram­tíðinni þar sem hún var for­seti sem hafði tekið við af Trump? Ef svo er, þá er það æðis­legasta og lúmskasta vísun sem ég hef séð,“ segir vara­borgar­full­trúinn Alexandra Briem á Face­book-síðu sinni og deilir myndinni sem sjá má hér að ofan. Hér að neðan má svo sjá brot úr Simp­sons-þættinum frá árinu 2000.