“Getur vændi verið ánægjulegt?”

spyr Ásdís Olsen í viðtali við fyrrverandi vændiskonu í þættinum Undir yfirborðið í kvöld á sjónvarpsstöðinni Hringbraut.

„Ég þurfti að horfast í augu við eigin fordóma og tepruskap“, segir Ásdís sem lýsir viðtali sem hún tók við fyrrverandi vændiskonu. „Evu Dís einstaklega meðvitaða og einlæga og hún gaf mér leyfi til að spyrja að öllu sem mér datt í hug. Mér fannst t.d. áhugavert ræða hvort kynlíf gæti verið gott með karlmönnum sem borga sig inn á mann,“ segir Ásdís um viðtalið við Evu Dís.

“Alveg frá 0 og upp í 14 kúnnar á kvöldi.”

Eva Dís Þórðardóttir vann fyrir sér með vændi á þremur vændishúsum í Kaupmannahöfn, lengst af á ´elítu vændishúsi´. “Þar eru fínni kúnnar, dýrari verð og fallegri stelpur,” segir Eva Dís. Hún segist hafa tekið á móti frá 0 og upp í 14 kúnnum á kvöldi. “Þá fann ég ekki fyrir líkamanum en var með fulla vasa af seðlum”, segir hún.

Undirbjó sjálfsvíg

Hún segir engann duga lengi í vændi og hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram. Allar samstarfskonum hennar, nema ein, eru horfnar af sjónvarsviðinu. Hún hugði á sjálfsvíg þegar hún fékk hjálp til að horfast í augu við sjálfan sig. Eva Dís segir það hafa verið nauðsynlegt fyrir sig að geta talað um vændið til að losna við skömmina. Tilhugsunin um að einhver kæmist að “leyndarmálinu hennar” var óbærileg um tíma”.

Það er líf eftir vændi

Eva Dís hefur unnið vel úr áföllunum og er sátt og sæl með lífið. Hún segir Stígamót hafa bjargað lífi sínu og eins hafi hún farið til Perú í shamanískar athafnir til að ná áttum. Hún hafi læra að elska sjálfan sig með kostum og göllum og eigi nú heilbrigð sambönd við fólk. Þess má geta að Eva Dís starfar núna sem ráðgjafi og samskiptakennari, en hún heldur námskeið sem heitir Umhyggjurík samskipti (No violent communication).

Þátturinn er frumsýndur á Hringbraut í kvöld kl. 20:00 og er síðan aðgengilegur hér á vefnum : https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/undir-yfirbordid/