Geta ekki endurnýjað ónýtan ærslabelg fyrr en næsta vor: „Fjárhagslegt tjón er verulegt“

28. júlí 2020
15:02
Fréttir & pistlar

Hveragerðisbær greinir frá því á Facebook síðu sinni í dag að ærslabelgur sem stóð í Dynskógum sé nú ónýtur en þó nokkuð hefur verið um það að börn séu að hjóla á vespum eða hlaupahjólum á dýnunni og hún sé mikið rifin eftir það.

Svipað mál kom upp í Þorlákshöfn fyrr í vikunni þar sem stórt gat hafði verið skorið á ærslabelg sem stendur við ráðhúsið í bænum. Talið var að skemmdarvargur væri þar á ferð en skemmdaverk höfðu þá verið unnin annars staðar í bænum.

Sjá einnig: Skemmdavargur gengur laus í Þorlákshöfn

„Ærslabelgurinn eða hoppudýnan er metin ónýt og verður ekki hægt að fara í endurnýjun fyrr en næsta vor. Fjárhagslegt tjón er verulegt,“ segir í færslu Hveragerðisbæjar. „Það er dapurt að nokkrir aðilar stundi skemmdarverk sem hefur áhrif á okkur öll.“

„Við viljum biðja foreldra/forráðamenn að ræða við börnin sín um mikilvægi þess að fara vel með leiktæki og aðrar eigur okkar allra sem eru víða í bænum,“ segir enn fremur í færslunni og eru bæjarbúar og aðrir minntir á að ganga vel um.

Ærslabelgurinn í Dynskógum er ónýtur Ærslabelgurinn eða hoppudýnan er metin ónýt og verður ekki hægt að fara í...

Posted by Hveragerði on Tuesday, July 28, 2020