Gestir Jóns G. í kvöld: Lilja Björk, Landsbankanum, og Jón Sigurðsson, Össuri

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, eru gestir Jóns G. í kvöld. Stóraukið álag blasir núna við bönkunum þegar kreppan dregst á langinn og tekjufall fyrirtækja er farið að segja til sín. Saga Össurar er saga velgengnis, hugrekkis og tækninýjunga. Markmiðið er einfalt; að Össur sé bestur á sínu sviði í heiminum.

Lilja Björk Einarsdóttir ræðir við mig um útboð Icelandair Group og aukið álag á bankana núna þegar kreppan dregst á langinn og fyrirtæki, sem hafa orðið fyrir tekjufalli, hika eðlilega við að taka lán í þeirri fullkomnu óvissu sem ríkir. Lilja er nýr formaður Samtaka fjármálafyrirtækja og ræðum við m.a. kostnað bankakerfisins sem hefur lækkað hlutfallslega - en umfang bankanna hefur stækkað á meðan starfsfólki þeirra hefur fækkað. Þá fjöllum við hina miklu aukningu húsnæðislána bankanna síðustu mánuðina.

Jón Sigurðsson hefur stýrt fyrirtækinu í bráðum aldarfjórðung. Fyrirtækið hefur stækkað um 20% á ári með innri og ytri vexti. Yfirtökur og kaup Össurar á öðrum fyrirtækjum í tíð Jóns eru á bilinu 40 til 50. Formúlan er að kaupa góð fyrirtæki á góðu verði - og sem stjórnendur Össurar telja að smellpassi inn í fyrirtækjamenningu þess.

Mjög öflgur þáttur.

Kl. 20:30 á Hringbraut í kvöld.