Gerður: „Ég finn kúkalykt af öllu“

„Ég ætla bara að segja þetta hreint út. Ég finn kúkalykt af öllu og þið getið ímyndað ykkur hvað það er erfitt,“ sagði Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, í viðtali á K100. Hún smitaðist af COVID-19 eftir ferð til Spánar í byrjun árs, síðan þá hefur hún fundið þennan óþef.

„Ég er kannski á „public“ stað og ég finn bara kúkalykt! Og ég er ekki ein í þessu. Fólk kallar þetta Covid fýluna þetta er svona rotin eggjalykt eða kúkalykt.“

Gerður átti ekki von á því að smitast. Hún segir að einkennin hafi verið mikið kvef, ljótur hósti, andþyngsli og loks missti hún allt bragð og lyktarskyn. „Eftir Covid fór bragð og lyktarskynið að koma hægt og rólega og ég myndi segja að bragðskynið væri komið svona 70% til baka. En lyktarskynið það er bara í einhverju rugli.“