Gefa út ná­kvæma lýsingu á manninum sem myndaði ungu konurnar naktar án leyfis

Frétta­blaðið greindi frá heldur ó­geð­felldu at­viki í gær­kvöldi þegar hópur ungra kvenna lenti í við nátt­úr­laug við Húsa­vík að ó­kunnugur karl­maður tók myndir af þeim nöktum í leyfis­lesi.

Um­ræddur hópur saman­stóð af fimm konum og einum karl­manni. Í sam­tali við Frétta­blaðið lýsa tveir með­limir hópsins at­burðinum sem átti sér stað síðast­liðið sunnu­dags­kvöld. Þau ætluðu að eiga nota­lega og ró­lega kvöld­stund í lauginni sem er stað­sett ná­lægt Húsa­vík.

Þegar þau höfðu verið í lauginni í um það bil hálf­tíma gekk maðurinn úr hópnum frá þeim að bílnum sem þau komu á, og á meðan fóru konurnar upp úr og fóru að skipta um föt. Þau taka fram að á meðan þau voru í bað­laugini voru þau klædd bað­föt, en á meðan þau voru að skipta um föt segjast þær hafa orðið varar við mann í fjarska, og töldu lík­legt að hann væri að taka myndir af þeim.

Í sam­tali við DV lýsir ein kvennanna manninum í smá­at­riðum. „aðurinn sjálfur lítur út fyrir að vera um sex­tugt en með honum var vin­kona eða unnusta hans sem lítur út fyrir að vera um fimm­tugt. Maðurinn er grá­hærður og þunn­hærður, með yfir­vara­skegg. Hann ekur um á ljós­gráum hús­bíl af gerðinni Fiat,“ kemur fram í frétt DV.

Maðurinn hafi brugðist við kvörtunum þeirra með dóna­skap og yfir­læti. Hann hafi meðal annars sagt að hann hefði rétt á því að mynda „sexy wo­men in nature“. Unnusta mannsins er líka sögð hafa gert lítið úr málinu og hlegið.

„Hann sagði að það væri okkur að kenna að vera naktar á al­manna­færi,“ segir konan.

Lög­reglan á Húsa­vík var kölluð á vett­vang og fór yfir mynda­vél mannsins og er talið að myndunum hafi verið eytt.

Lög­reglu­mennirnir höfðu ekki for­sendur til að hand­taka manninn en við­mælendur DV segja að lög­reglu­mennirnir hafi unnið málið af fag­mennsku og verið mjög kurteisir.

Stúlkurnar óttast hins vegar að maðurinn haldi iðjunni á­fram og vilja að fólk varist hann. „Við viljum vara fólk við þessum manni. Svona hegðun á hvergi og aldrei að líðast,“ segir konan.