Gaupi segir Guðmund fara yfir strikið: „Það á ekki að gerast, þá er eitthvað að“

25. janúar 2021
11:27
Fréttir & pistlar

„Mér fannst hann fara yfir strikið,“ sagði íþróttafréttamaðurinn reynslumikli Guðjón Guðmundsson, eða Gaupi, í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karlaliðsins í handbolta, lét þung orð falla um störf Arnars Péturssonar og Loga Geirssonar í HM-stofunni á RÚV. Guðmundur sagði í viðtali eftir leik Íslands og Sviss að ummæli Arnars og Loga, um að liðið væri ráðalaust, væru niðrandi.

Gaupi segir að þegar lið séu á stórmótum þá reyni þjálfarar og leikmenn að slökkva á samfélagsmiðlum. Það sé tilgangur með álitsgjöfum á borð við Arnar og Loga.

„Það væri afar slæmt ef við hefðum ekki álitsgjafa, fjölmiðlamenn, sem væru að fjalla um þetta, þá myndum við aldrei ná neinum árangri í íþróttum,“ sagði Gaupi. Hann segist skilja álitsgjafana að gera þá kröfu að Ísland vinni Sviss, en oft á tíðum þekki fólk andstæðingana ekki nógu vel, hafa þurfi í huga að Sviss sé með gott lið og það sé ekki sjálfsagt að Ísland hafi betur.

Aðspurður hvort álitsgjafarnir hafi gengið of langt þá segir Gaupi svo ekki vera. „Það fannst mér ekki. Auðvitað er spurning hvernig þú kemur orðum að hlutunum. Álitsgjafi er svolítið til að selja mótið, skapa umræðu. Hann verður að fá að hafa sínar skoðanir. Þú þarft ekki að vera sammála honum,“ segir hann. „Að þetta hafi haft áhrif á liðið í leikjunum á heimsmeistaramótinu, ég kaupi það alls ekki. Það á ekki að gerast, þá er eitthvað að.“

Gaupi er þó mjög bjartsýnn á framtíðina: