Gáttaður á því að Ólafur sé titlaður „um­ferðar­sér­fræðingur“

Björn Teits­son fer mikinn á sam­fé­lags­miðlinum Twitter þar sem hann furðar sig á því að vara­borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, Ólafur Guð­munds­son, sé titlaður „um­ferðar­sér­fræðingur“ í um­fjöllun Frétta­blaðsins um um­ferðar­mál.

Til­efnið eru fréttir á vef Frétta­blaðsinsaf gagn­rýni Ólafs á frum­varp Andrésar Inga Jóns­sonar, ó­háðs þing­manns, um að lækka há­marks­hraða í þétt­býli úr 50 kíló­metra há­marks­hraða í 30 kíló­metra há­marks­hraða.

Frum­­­varpið, sem Andrés gerir ráð fyrir að leggja fram á næstu dögum, gerir ráð fyrir að sveitar­­­fé­lög geti á­kvarðað sjálf að hafa hærri há­­­marks­­­hraða ef að­­­stæður leyfa. Þar með verður hærri hraði ekki bannaður heldur þurfa sveitar­­­fé­lög að færa rök fyrir því að hafa hærri hraða.

Frétta­blaðið hefur eftir Ólafi að þetta sé van­hugsaðasta til­laga sem hann hafi heyrt lengi. Ólafur hefur starfað lengi að um­­­ferðar­­öryggis­­málum hér á landi, meðal annars fyrir Fé­lag ís­­lenskra bif­­reiða­eig­enda. Hann gefur lítið fyrir frum­­varp Andrésar Inga og segir það sett fram án þess að búið sé að skoða heildar­­myndina.

„Það að lækka hraðann þýðir ekkert annað en meiri mengun, meiri elds­neytis­eyðslu og meiri tímatafir í um­­­ferðinni, minni af­kasta­­getu Strætó og öllu heila kerfinu. Og að á­­stæðu­lausu,“ sagði hann í við­talinu.

Sjá einnig: Ekki heyrt vanhugsaðri tillögu lengi

„Getið kallað hann bíla­á­huga­mann“

Björn Teits­son, sem farið hefur mikinn í um­ræðunni um bíl­lausan lífs­stíl og er meðal annars fyrr­verandi for­maður Sam­taka um bíl­lausan lífs­stíl, biðlar til fjöl­miðla um að hætta að kalla „síð­mið­aldra rallý-á­huga­mann „um­ferðar­sér­fræðing.“

„Getið kallað hann bíla­á­huga­mann, dekkja­á­huga­mann, hjól­reiða­haturs­mann, mengunarelskanda, anti-al­mennings­sam­göngu­sinna. Whate­ver. En hann er ekki skipu­lags­fræðingur, ekki sam­göngu­verk­fræðingur, ekki borgar­fræðingur. Held hann sé ekki einu sinni m stúdents­próf. Komið gott, takk,“ skrifar Björn á Twitter og heldur svo á­fram.

„Í­myndið ykkur að kona myndi komast upp með að gera sér upp sér­fræði­kunn­áttu. Í raun getur kona meir­að­segja haft þá sér­fræði­menntun - en er samt dregin í efa. Þetta er al­ger­lega galið. Hann hefur komist upp m þetta í tvo ára­tugi því hann er mið­aldra karl,“ segir Björn.

Þá lætur hann næst fylgja slysa­kort af höfuð­borgar­svæðinu. „Tékkið á þessu slysa­korti og hugsið um leið að "um­ferðar­sér­fræðingurinn" Ólafur Guð­munds­son sagði að það væru sjaldan slys á götum með 50 í há­marks­hraða eða meira, heldur væru slys aðal­lega á 30 km götum.

Sem er, eins og stað­reyndin sýnir, mesta bull. Ever. Haha, þessi gaur.“