Gæði og sjálfbær viður í húsgögnum fyrir heimilin

26. október 2020
15:08
Fréttir & pistlar

Húsgögn eiga að endast árum saman og kosta fyrir vikið sitt. Þess vegna er afar mikilvægt að vanda valið og kanna gæði vörurnnar til hins ýtrasta áður en ákveðið er að fjárfesta í vörunni. Þó gæðavara sé oftast dýrari, í flestum tilvikum þá endist hún lengur og líkleg til að vera laus við eiturefni sem valda skaða í umhverfinu.

Eik og birki eru sjálfbærar tegundir

Staðreyndin er sú að stærstur hluti viðarhúsgagna er gerður úr spónarplötum, ekki úr viðarborðum, heldur trjáspæni sem hefur verið dýft í lím og pressaður í plötur. Límið í spónarplötunum inniheldur í flestum tilvikum mikið af skaðlegum spilliefnum sem ekki eru góð umhverfinu. Við ættum því frekar að velja ekta við í húsgagnakaupum. Hins vegar er líka brýnt að forðast „eðalvið“ sem er framreiddur á kostnað regnskóga jarðar. Vert er líka að halda því til haga að eik og birki eru dæmi um sjálfbærar tegundir og passa því vel fyrir efnivið í húsgögn fyrir heimilin.