Fyrrum forsetafrú Íslands birti myndband af slysstað

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú, gekk framhjá slysstað er hún rölti heim úr mat um London á laugardag.

Frá þessu greinir hún á Instagram-síðu sinni í dag og birtir myndband á vettvangi.

Á myndbandinu sjást blá blikkandi ljós og lögreglu- og sjúkrabílar. Þá sést svartur bíll, sem virðist hafa keyrt yfir grindverk. Þegar Dorrit gengur fram á svarta bílinn heyrist lögregluþjónn biðja hana um að færa sig.

Á Instagram gefur Dorrit til kynna að málið tengist glæpastarfsemi og fíkniefnum.

Myndbandið sem Dorrit tók má sjá hér.

Fleiri fréttir