Fylgi Sjálf­stæðis­flokksins hrynur

Fylgi Sjálf­stæðis­flokksins mælist nú 23,5%, sem er tæpum fjórum prósentu­stigum minna en í könnun MMR sem gerð var í mars, þegar stuðningur við flokkinn jókst tölu­vert eftir nokkurra mánaða tíma­bil þar sem stuðningur við flokkinn sveiflaðist í kring um 20%.

Sam­fylkingin mældist næst með 14,1% fylgi, innan við prósentu­stigs lækkun frá síðustu mælingu.

Fylgi Vinstri grænna jókst aftur á móti um tvö og hálft prósentu­stig frá síðustu mælingu og mældist nú 12,3% og hefur ekki mælst hærri frá í septem­ber 2019.

Þá jókst fylgi Pírata um tæp tvö prósentu­stig frá síðustu mælingu og mældust þeir nú með 12,2% fylgi.