Fylgi Sjálf­­stæðis­­flokks dalar: Mið­­flokkurinn stærri en VG og Fram­­sókn

Fylgi Sjálf­­stæðis­­flokksins í nýrri könnun MMR dalar frá síðustu könnun. Þrátt fyrir það mælist flokkurinn með mest fylgi allra flokka, eða 21,9%. Það er tæp­­lega fjórum prósentu­­stigum læra en við síðustu mælingu MMR sem fram­­kvæmd var í septem­ber.

Sam­­fylkingin kemur þar á eftir og mælist fylgi flokksins nú 15,2%. Bætir flokkurinn við sig rúm­­lega tveimur prósentu­­stigum frá síðustu könnun MMR. Fylgi Pírata minnkar frá síðustu könnun um eitt og hálft prósentu­­stig og er það nú 13,5%.

At­hygli vekur að Mið­­flokkurinn er kominn nokkuð vel yfir 10 prósenta fylgi. Fylgið mælist nú 11,6% en var 10,8% í síðustu könnun.

Fram­­sóknar­­flokkur bætir við sig frá síðustu könnun og er fylgi flokksins nú 10,2%. Fylgi Við­reisnar mældist 9,7% en var 9,4% í síðustu könnun og fylgi VG heldur á­­fram að dala. Fylgið mælist nú 8,3% en var 8,5% í síðustu könnun.

Sósíal­ista­­flokkur Ís­lands er á barmi þess að koma inn manni ef marka má niður­­­stöður könnunarinnar. Fylgi flokksins mælist nú 4,6% en var 4,3% í síðustu könnun. Flokkur fólksins mælist með 3,8% fylgi en var 3,6% í síðustu könnun.

Könnunin var fram­­kvæmd 23. - 28. októ­ber 2020 og var heildar­fjöldi svar­enda 933 ein­staklingar, 18 ára og eldri.