Furðar sig á því að Rósa hafi ekki farið fyrir löngu

„Rósa Björk kvaddi Vinstri græn í gær. Þó fyrr hefði verið. Rósa Björk hefur al­deilis látið eitt og annað yfir sig ganga,“ segir Sigur­jón M. Egils­son, rit­stjóri Miðjunnar, í pistli á vef sínum.

Þar fjallar hann um brott­hvarf Rósu Bjarkar Brynjólfs­dóttur úr þing­flokki VG, en á­stæðan er brott­vísun ís­lenskra stjórn­valda á barna­fjöl­skyldu frá Egypta­landi sem hefur beðið eftir úr­lausn sinna mála í rúm tvö ár.

Sigur­jón, sem fjallað hefur um stjórn­mál um ára­tuga­skeið, segir það vekja í raun undrun að Rósa BJörk hafi ekki yfir­gefið flokkinn fyrir löngu.

„Hún var á móti stjórnar­sam­starfinu. Á­kvað að láta á það reyna. Því­lík þolin­mæði. Eða hvað? Var Rósa Björk sam­mála svikum Katrínar Jakobs­dóttur? Og er kannski enn? Katrín heillaði allt það fólk sem vill rétt­látt sam­fé­lag. Katrín, þá sem stjórnar­and­stæðingur, hélt magnaða ræðu um að þau sem verst hafa getið ekki og megi ekki bíða eftir rétt­lætinu. Hreint mögnuð ræða. Og hvað svo? Ekkert.“

Sigur­jón segir að Rósa Björk hafi skýra sýn í stjórn­málum en erfiðara sé að átta sig á fé­laga hennar, Andrés Inga Jóns­syni sem er utan þing­flokka eins og Rósa.

„Það er annað mál. Þess vegna má undrast að Rósa Björk hafi látið yfir sig ganga skýr svik Katrínar for­sætis­ráð­herra. Hún kýs að hluti þjóðarinnar hafi rétt um 240 þúsund krónur á mánuði. Vinstri græn hafa tapað vinstri­hug­sjóninni. Fyrir löngu. Þolin­mæði Rósu Bjarkar hefur verið mikil. En Rósa Björk, betra er seint en aldrei.“