Peningafundur í nettó

„Fyrir stundu nú á Þorláksmessu kom á lögreglustöðina á Húsavík, skilvís borgari sem hafði fundið peninga á gólfi verslunarinnar Nettó á Húsavík. Umræddir peningar eru í vörslu lögreglu og bíða þess sem tapaði.“

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra sem vonast til að koma peningunum til skila. Í tilkynningu lögreglu segir enn fremur:

„Auðvitað þarf viðkomandi eigandi að sýna heiðarleika, að geta gert grein fyrir gjaldmiðli, upphæð og samsetningu peninganna. Svona gera Jólin mannlífið enn betra. Vonum að komist til skila!“