Sjöfn heimili skrifar

Frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum og dekri

22. janúar 2020
09:00
Fréttir & pistlar

Bóndadagurinn nálgast óðfluga en hann er á föstudaginn næstkomandi 24. janúar.  Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Vert er að segja frá því að um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728 að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkominn, og inn í bæ, eins og um tignann gest væri að ræða. Sú hefð hefur skapast í áranna rás að konur gleðji bónda sinn á þessum degi með einhverjum hætti.  Gaman væri að gleðja bóndann með flottri bóndadagsgjöf sem hittir í mark. Sjöfn Þórðar hefur tekið saman nokkrar frumlegar og skemmtilegar hugmyndir að bóndadagsgjöfum og dekri.  Bóndadagsgjafir þurfa ekki að vera dýrar og stundum er líka ljúft að breyta til og gera eitthvað saman og búa til ljúfar minningar sem ylja.

Glóðvolgt súrdeigsbrauð og bakkelsi í rúmið

\"\"

Hvern langar ekki að fá morgunverðinn í rúmið að morgni bóndadags? Það hlýtur að vera draumur bóndans að fá nýbakað brauð og bakkesli frá Brauð&co í morgunverð í tilefni dagsins.

Ferð í sundlaugina og heita pottinn

\"\"

Hægt er að undirbúa ferð í sundlaugina í hverfinu og njóta saman með því að synda saman og fara í heita pottinn á eftir.  Í lokin er hægt að fara á kaffihúsið í hverfinu og fá sér heitt súkkulaði eða ísbúðina og fá sér ljúffengan bragðaref.  Samveran gleður og gefur.

Gefðu lifandi pottablóm

\"\"

Á Luna Flórens kaffi, kokteila og blómarbarnum út við Granda er að finna ýmsar frumlegar pottaplöntur sem gleðja og gefa heimilum súrefni og hlýju.  Í tilefni Bóndadagsins er upplagt að gefa bóndanum fallega pottaplöntu með sál sem minnir ávallt á ástina með nærveru sinni.

Út að borða með bóndann

\"\"

Veitingastaðurinn Mímir í Bændahöllinni, Hótel Sögu, býður upp á ljúffengan þriggja rétta hátíðarkvöldverðarseðil í tilefni Bóndadagsins.  Matseðillinn er sniðinn að bóndanum.  Einnig er í boði ómótstæðilegur Bóndaborgari og Bónda bjór á tilboði, bæði á hádegisverðar- og kvöldverðaseðli.  Verðið á þriggja rétta hátíðarmatseðlinum er 5.990 krónur og Bóndaborgar og bóndabjór eru á 3.950 krónur.

Óvissuferð í dekur fyrir bóndann heillar

\"\"

Náttúrulaugarnar Krauma við Deildartunguhver í Reykholti bjóða uppá einstaka upplifun og dekur þar sem íslenska náttúruna býður uppá sitt bezta.  Þar er hægt að fara í eðal hjónadekurferðir þar sem slökun og vellíðan er í forgrunni. Í boðið er aðgangu að sex laugum með mismunandi lögun og hitastigi, aðgangi að himnesku hvíldarherbergi og gufuböðum.  Dekur fyrir bóndann á þessum degi er tilvalið.  Hægt er að skoða nánari upplýsingar á heimasíðu Krauma:  https://krauma.is/is/

Sérsaumuð skyrta með fangamerki bóndans

 \"\"

Dásamlegt er að gefa bóndanum sérsaumaða bóndadagsgjöf frá Suitup Reykjavík.  Hægt er að fá skyrtugjafabréf versluninni Suitup Reykjavík með 15% afslætti í tilefni dagsins og hægt er að velja yfir 500 efni frá virtustu efnamyllum Ítalíu, 40 gerðir af krögum, 37 gerðir af tölum. Persónuleg áletrun í kraga og fullkomið snið fyrir hvern og einn bónda.

Rómantískur kvöldverður við kertaljós í stofunni heima

\"\"

Það er líka dásamlegt að eiga rómantíska stund heima við kertaljós og elda ljúffenga máltíð fyriri bóndann.  Nautalund og meðlæti er gjarnan ofarlega á óskalista margra og hægt er að fá sælkerahráefni víðs vegar um bæinn.  Má til dæmis nefna að í Kjötbúðinni á Grensásvegi er hægt að fá sælkerakjöt á Bóndadagstilboði og framreiða veislumáltíð á eigin spýtur fyrir bóndann í tilefni dagsins. Bóndadagstilboð Kjötbúðarinnar fyrir tvo er á 4.950 krónur og inniheldur ungnautalundir, kartöflugratín, piparsósu, ferskt salat og franska súkkulaðiköku eins og hún gerist best.  Spennandi matseld.

Fallegt skart fyrir bóndann er gjöf sem gleður

\"\"

Fágaður og fallegur skartgripur með hjartnæmum skilaboðum er einstaklega falleg gjöf fyrir bóndann sem gleður.  Í skartgripaversluninni SIGN í Hafnarfirði er hægt að fá fallegt skart fyrir bóndann sem hrífur og segir meira enn nokkur orð. Skartið hjá SIGN er sveipað dulúð og fegurð sem hefur skýra skírskotun í fyrir land og þjóð.  Hjá SIGN er hægt að fallegt möntru hálsmenn, armbönd, hring með íslenska skjaldamerkinu svo fátt sé nefnt.  Tjáðu ást þína með skarti.