Frosti neitar að biðja netníð­anga af­sökunar og hjólar í Jón: „Það hafði jú áður verið gefið út skot­veiði­­leyfi á mig“

Rit­stjóri Heimildarinnar, Jón Trausti Reynis­son, skrifaði í dag langa grein um fjöl­miðla­manninn Frosta Loga­son þar sem hann tekur upp hanskann fyrir grín­istann Stefán Ingvar Vig­fús­son. Líkt Hringbraut fjallaði um sagði Frosti Stefán vera höku­lausan maðk eftir að Stefán gerði lítið úr nýju hlaðvarpsþáttunum hans Frosta á netinu.

Jón Trausti blandaði sér í deilurnar í dag. Hann segir að með því nota orðið maðkur um Stéfan sé Frosti að „afmennska“ hann en slíkt er undanfari þjóðarmorða.

„Það eitt og sér að líkja andstæðingi sínum við ógeðfellt dýr er þekkt einkenni í undanfara þjóðarmorða,“ skrifar Jón Trausti og rifjar upp að Hitler kallaði gyðinga maðka. Hann segir Stefán vera „kjaftfóran grínasta“ en fer ekki jafn fögrum orðum um Frosta.

Frosti á­kvað að svara Jóni fullum hálsi á Face­book í dag.

„Kald­hæðnis­­legt, er fyrsta orðið sem kemur í huga mér þegar ég les nýjasta pistil hins frá­bæra blaða­­manns Jóns Trausta Reynis­­sonar, Þegar maður verður maðkur. Þar kemur hann með alveg eitur­­skarpa greiningu á því hvernig svar mitt við endur­­­teknu netníði hafi ekkert með það að gera að bera hönd yfir höfuð sér, heldur sé ein­­göngu ein­hvers­­konar mis­­notkun á valdi mínu til að af­­mennska greyið grín­istann sem vildi einungis fá að stunda netníð í friði.
Hinn um­­ræddi góði grín­isti hafði nefni­­lega bara skrifað um mig ó­­teljandi færslur á sam­­fé­lags­­miðlum þar sem hann veittist að per­­sónu minni og mann­orði áður en ég leyfði mér að svara honum í fyrsta skipti núna fyrr í þessari viku,“ skrifar Frosti.

„Sam­­kvæmt Jóni Trausta gerðist ég svo ó­­smekk­­legur að sækja þar í smiðju Adolfs nokkurs Þýska­lands­kanzlara sem notaði þekktar að­­ferðir til að grafa undan til­­veru­rétti fólks með því að upp­­­nefna það maðka í ræðum og riti. Ekki nóg með það heldur minna að­­ferðir mínar líka á undan­fara þjóðar­morðanna í Rúanda og of­­sóknanna gegn Ró­hingjum í My­anmar. Geri aðrir betur,“ bætir hann við.

„Jón Trausti hefur eðli­­lega miklar á­hyggjur af þessari veg­­ferð minni en stressar sig ekki jafn­­mikið á af­­mennskunni sem átti sér stað í hina áttina áður en ég tók til varna. Það hafði jú áður verið gefið út skot­veiði­­leyfi á mig þar sem ég er einn þeirra sem hef að undan­­förnu mátt sæta því hlut­­skipti að vera and­lag ein­hliða frá­­sagnar fyrr­verandi maka í sér­­­stökum hlað­­varps­þætti sem gerir út á slíkar frá­­sagnir. Slík hlað­vörp hafi notið mikilla vin­­sælda í ís­­lensku sam­­fé­lagi síðast­liðin misseri og þykja mikið þjóð­­þrifa­­verk.“

Frosti segist ekkert hafa tjáð sig um þær á­sakanir sem voru bornar á hann.

„Í þeim hlað­­varps­þætti að öðru leyti en að biðjast af­sökunar á tölvu­póstum sem ég skrifaði í kjöl­far sam­bands­slita fyrir rúmum tíu árum síðan. Ég hef ekki á­huga á að munn­höggvast við fyrr­verandi kærustu á opin­berum vett­vangi og hef frekar farið þá leið að biðjast af­sökunnar á mínum hlut og leita sátta í gegnum fag­­aðila. Þeim sátta­um­­leitunum hefur reyndar öllum verið svarað með skætingi enda al­­gjör ó­­þarfi að láta góða opin­bera smánunar­her­ferð fara til spillis. Mér hefur hingað til nægt að vita til þess að þeir sem þekkja málið vita að frá­­sögn fyrr­verandi kærustu minnar var ekki nema að litlum hluta rétt. En það er önnur saga.“
„Það sem síðan er kannski kald­hæðnis­legast í þessu öllu er að Jón Trausti Reynis­­son fer sjálfur fyrir fjöl­­miðli sem veitir þeirri mann­eskju skjól sem farið hefur fremst í flokki opin­berra smánunar­her­ferða, í hlað­­varpi þar sem þess er kyrfi­­lega gætt að sjónar­mið þeirra sem um er fjallað fá aldrei að koma fram,“ skrifar Frosti og á þar við um þættina hennar Eddu Falak.

„Að lokum vona ég auð­vitað að mér verði fyrir­­­gefið að fylgja ekki alltaf hjörðinni en ég ætla ekki hér að fara biðjast af­sökunnar á því að hafa staðið upp gegn of­beldi netníðinga,“ skrifar Frosti að lokum.