Frið­þjófur greip til sinna ráða þegar hann fékk launa­hækkun sem hann vildi ekki

„Þetta er kannski ekki há upp­hæð en hún skiptir marga máli,“ segir Frið­þjófur Helgi Karls­son, bæjar­full­trúi Sam­fylkingarinnar í Hafnar­firði, í sam­tali við Hring­braut.

Frið­þjófur var einn þeirra bæjar­full­trúa sem lagðist gegn því að laun kjörinna full­trúa myndu hækka á sama tíma og margir væru búnir að missa vinnuna vegna CO­VID-far­aldursins. Til­laga Sam­fylkingarinnar um að laun bæjar­full­trúa yrðu fryst út þetta ár var felld á fundi bæjar­stjórnar í lok apríl­mánaðar og tók launa­hækkunin því gildi á dögunum.

Fyrir breytinguna var þóknun bæjar­full­trúa 286 þúsund krónur en verður 304 þúsund krónur á mánuði. Er á­ætlaður kostnaðar­auki bæjar­sjóðs vegna hækkunarinnar 8,3 milljónir króna á ári. Bæjar­ráðs­full­trúar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sóknar og ó­háðra hafa bent á að mánaðar­laun hafi verið ó­breytt frá 2017 og hækkunin nú, rúm 6%, haldi ekki í við al­menna launa­þróun frá þeim tíma.

Frið­þjófur segir að hann hafi ekki viljað að launin yrðu hækkuð þegar margir af hans um­bjóð­endum hafa upp­lifað at­vinnu­missi og jafn­vel launa­lækkanir undan­farnar vikur og mánuði.

„En meiri­hluti Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sóknar var ekki sam­mála mér og launin hækkuðu,“ segir hann.

Af þessu til­efni hefur hann á­kveðið að gefa sína hækkun til sam­fé­lagsins, sam­tals um 200 þúsund krónur, í átta greiðslum sem munu meðal annars renna til góð­gerða­sam­taka. Þannig fór fyrsta greiðslan, 25 þúsund krónur, til góð­gerða­sam­takanna Sam­ferða.

„Ég lýsti því yfir að ég myndi ekki taka við þessari hækkun ef hún kæmi til fram­kvæmda. En hún gerði það þannig að þetta er svona bein af­leiðing af því. Þetta er kannski ekki há upp­hæð en hún skiptir marga máli,“ segir Frið­þjófur að lokum.