Frið­rik Ómar ekki sáttur við sótt­varnar­að­gerðir: ,,Hættið þessu rugli"

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson hljómar ekki par ánægður með nýlegar sóttvarnaraðgerðir vegna aukinna kórónuveirusmita. Á Facebook-síðu sinni spyr hann lesendur: ,,Er einhver bólusettur sem greinist með Delta afbrigðið veikur?"

Hann segist ekki skilja hvers vegna verið sé að loka á sviðslistir þegar að tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. ,,Það er verið að halda Ólympíuleika for god sake. Safna saman öllum heiminum á einn stað," segir Friðrik.

Færsluna í heild sinni er hér fyrir neðan:

,,Er einhver bólusettur sem greinist með Delta afbrigðið veikur? Þá meina ég: fólk sem greinist jákvætt sem hefur fengið bólusetningu en finnur vart eða ekkert fyrir því? Í kvöldfréttum Rúv var í fyrstu frétt lesin þessi texti: „Fjórða smitið tengt hjúkrunarheimilinu Grund greindist í gær. Tveir heimilismenn og einn starfsmaður höfðu áður smitast og í gær bættist annar starfsmaður við. Sá er við góða heilsu" Tilvitnun lýkur. Ég hef hitt þó nokkuð af fólki undanfarna daga og það skilur enginn neitt í neinu. Ég er þar á meðal. Nú tala ég bara fyrir mig og kannski mína kollega. Það er gjörsamlega óþolandi á sjá okkar bransa, sviðslistir, skotin niður enn einu sinni sem fyrstu aðgerð tengt takmörkunum innanlands. Afhverju var ekki tjaldstæðum landsins lokað svo fólk væri bara heima hjá sér? Eða sundlaugum? Eða bara flugstöðinni? Ef þetta er svona slæmt og hættulegt? Það er verið að halda Ólympíuleika for god sake. Safna saman öllum heiminum á einn stað. En við getum ekki haldið tónleika í Skyrgerðinni í Hveragerði nema með eins metra reglu og grímu.
Nei hættið þessu rugli ráðamenn-og konur."