Freyja Haralds í leiðinda­at­viki fyrir utan Hag­kaup: „Þetta er dæmi­­gerð for­réttinda­firru­hegðun“

Freyja Haralds­dóttir, fyrrum vara­þing­maður og bar­áttu­konu fyrir réttindum fatlaðs fólks, lenti i heldur miður at­viki fyrir utan Hag­kaup í Garða­bæ í dag.

„Skrapp í Hag­­kaup í Garða­bæ rétt í þessu. Þar var manneskja lögð þvert fyrir tvö að­­gengi­­leg bíla­­stæði, sat inni í bílnum og með kveikt á honum. Ég lagði því ó­­lög­­lega þar sem færðin og um­­­ferðin á bíla­­stæðinu bauð ekki upp á að ég kæmist öðru­­vísi örugg út úr bílnum. Á leiðinni inn í búðina hugsaði ég um að fara og gera at­huga­­semd við mann­eskjuna í bílnum en ég er þreytt eftir erfiða viku og á­kvað að sleppa því,“ skrifar Freyja á Face­book.

„Þegar ég kom út úr búðinni var manneskjan enn þá lögð þarna og þá gat ég ekki setið á mér og fór og ræddi við hana og benti á að hún væri að teppa tvö að­­gengi­­leg bíla­­stæði.
Við­­brögð hennar voru eitt­hvað á þessa leið: ,,Ó, ég hefði nú alltaf fært mig ef ein­hver hefði þurft stæðið. Ég er bara rétt að bíða hérna á meðan systir mín fór inn á klósettið.” Hún maldaði svo eitt­hvað í móinn um að hún legði nú ekki í vana sinn að leggja í að­­gengi­­leg bíla­­stæði,“ bætir hún við.

„Þetta er eitt­hvað svo dæmi­­gerð for­réttinda­firru­hegðun. Að setja eigin þægindi og henti­­semi framar ferða­­frelsi, að­­gengi og um­­­ferðar­­öryggi fatlaðs fólks. Það ,,versta” við þetta at­vik er samt eigin­­lega að þetta er ,,skársta” tegundinn af ableisma sem ég hef upp­­lifað í þessari viku,“ skrifa Freyja að lokum.