Freyðandi kokteilar og nýr glóðvolgur sælkeramatseðill á Múlabergi

Á sumrin iðar Akureyri mannlífi og veitingahúsaflóran blómstrar. Í byrjun mánaðarins var nýr matseðill kynntur á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA á Akureyri sem sló heldur betur í gegn þar sem freyðandi kokteilar og ljúffengur matseðill eru í forgrunni. Í þættinum Matur og heimili í kvöld heimsækir Sjöfn Þórðar tvo af eigendum og rekstraraðila Múlabergs, Ingibjörgu Bragadóttur veitingastjóra og Hlyn Halldórsson yfirkokk og fær innsýn sérstöðu þeirra í matargerðinni og því sem koma skal í sumar.

1567516400-hotel_720x510.jpeg

Heiðurinn af nýja matseðlinum á Hlynur og teymið hans. Fyrst og fremst segir Hlynur að sérstöðu staðarins vera franska og norræna matargerð, þar liggi þeirra áherslur. „Okkur langaði að leggja áherslu á að vera með hágæða og fersk hráefni úr nærumhverfinu og um fram allt að leyfa brögðunum á njóta sín í matargerðinni,“ segir Hlynur sem hefur staðið í ströngu ásamt starfsfólki sínu að útbúa þennan nýja sælkeramatseðil sem enginn verður svikinn af. Sumarið hafi farið vel af stað og þegar hulunni var svipt af nýja matseðlinum hafi allt ætlað um koll að keyra.

IMG_0267.jpg

„Við gerðum nýja líka nýja kokteilaseðil samhliða matseðlinum,“ segir Ingibjörg og segir að útisvæðið njóti mikilla vinsælda og þar komi freyðandi sumarkokteilar sterkir inn. Ingibjörg bætir við að þau leggi mikla áherslu á að geta parað sem drykki og mat og það sé upplifun alla leið fyrir gesti að njóta matarins.

Samhliða því að nýr matseðill var kynntur fögnuðu Ingibjörg og Hlynur tvegga ára afmæli rekstursins en fyrsta júní voru akkúrat tvö ár síðan þau tóku við staðnum og segja að núna sé þau loksins búin að ná að gera að sínum. Þetta hafi ávallt verið draumurinn þegar þau byrjuðu í veitingahúsageiranum.

IMG_0285.jpg

IMG_0291.jpg

Í þættinum í kvöld munu Hlynur og Ingibjörg svipta hulunni af þeim réttum sem þau telja að eigi eftir að njóta mikilla vinsælda í sumar og bjóða Sjöfn upp á smakk.

1617103036-mulaberg-1c.jpeg

Nærandi og skemmtilegt innlit á veitingastaðinn Múlaberg á Hótel KEA í þættinum Matur og Heimili í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00 á Hringbraut.

Hægt er að sjá brot úr þætti kvöldsins hér: