Frelsis­svipting vegna CO­VID-19 megi ekki festa sig í sessi

21. maí 2020
22:06
Fréttir & pistlar

Kol­brún Berg­þórs­dóttir, pistla­höfundur Frétta­blaðsins, brýnir fyrir lands­mönnum að standa vörð um frelsi fólks og segir mikil­vægt að af­létta frelsis­sviptandi tak­mörkunum vegna CO­VID-19 far­aldursins.

„Það er ekki hægt að ætlast til að fólk taki stór­felldri frelsis­sviptingu í lengri tíma af þol­gæði. Það þarf að sjá ljós við enda ganganna en ef það kemur ekki auga á annað en ráð­leysi yfir­valda þá mót­mælir jafn­vel þolin­móðasta fólk kröftug­lega. Það eru skiljan­leg og eðli­leg við­brögð,“ skrifar Kol­brún í pistli dagsins.

Ekki lausn að skella í lás

„Hinn yfir­vegaði og far­sæli sótt­varna­læknir, Þór­ólfur Guðna­son, hefur sagt að stjórn­völd hafi ekki beitt hann þrýstingi þegar hann lagði fram erfiðar og mis­vinsælar til­lögur.“ Þrátt fyrir það ríki á­kveðin hneigð til ein­angrunar sem ein­hverjir vilja við­halda með því að hafa landið lokað.

„Það er engin lausn á vandanum.“ Margt bendi til að kórónu­veiran sé komin til að vera. „Þá þarf að takast á við það verk­efni og það verður ekki gert með harka­legri og langri lok lok og læs stefnu. Sú leið skilar fjölda­at­vinnu­leysi, gjald­þrotum, and­legum veikindum og niður­broti.“ Til að sam­fé­lagið þrífist þurfi að vera sam­gangur meðal manna.

Blessunar­lega hafi tak­markanir hér á landi verið í minni mæli en annars staðar að mati Kol­brúnar. „Sætta má sig við slík höft í ein­hvern tíma en alls ekki til fram­búðar. Ís­lenskir stjórn­mála­menn hafa engan veginn lagt nægi­lega mikla á­herslu á þetta.“ Ein­stak­lings frelsi hafi ekki verið ofar­lega á baugi í sam­fé­laginu.

Treystir Sjálf­stæðis­mönnum

Það megi þó ekki fara svo að frelsis­skerðing þyki nánast sjálf­sagt og eðli­legt við­bragð við erfiðu á­standi. „Það var því bein­línis upp­lífgandi að hlusta ný­lega á dóms­mála­ráð­herra, Ás­laugu Örnu Sigur­björns­dóttur, í Silfrinu á RÚV, tala af festu og á­kveðni um mikil­vægi þess að standa vörð um frelsi fólks.“

Dóms­mála­ráð­herra lagði á­herslu á að tak­markanir myndu ekki festast í sessi. „Fleiri stjórn­mála­menn mættu tala á þennan hátt. Þeir gera það samt ekki margir, sannar­lega ekki á vinstri væng stjórn­málanna. Stundum þarf ein­fald­lega að treysta á Sjálf­stæðis­menn. Alls ekki oft – en samt stundum.“