Fram­sókn í fjár­mála­ráðu­neytið en Sjallar fái fleiri stóla

Þórður Snær Júlíus­son, rit­stjóri Kjarnans, segir Fram­sókn væntan­lega geta farið fram á að fá fjár­mála­ráðu­neytið eftir sigur sinn í Al­þingis­kosningunum í helgina. Hann spáir því að ráðu­neytum verði fjölgað og Sjálf­stæðis­flokkurinn fái flest þeirra.

Þórður greinir stöðuna í nýjum rit­stjórnar­pistli. Hann segir Fram­sóknar­flokkinn geti með fjár­mála­ráðu­neytinu stýrt fjár­magni í þau fé­lags­hyggju-og inn­viða­verk­efni sem flokkurinn ætli sér að ráðast í, meðal annars í nýju inn­viða­ráðu­neyti.

„Í ljósi þess að Ás­mundur Einar Daða­­son, sem hóf sinn póli­tíska feril í Vinstri græn­um, hefur um­breyst úr um tíma póli­tísku at­hlægi í fé­lags­hyggju­­stór­­stjörnu sem fólk trúið að brenni fyrir vel­­ferð og nýtur virð­ingar og trú­verð­ug­­leika hjá sam­herjum og and­­stæð­ing­um, má vera ljóst að ekk­ert verður gefið eftir til að við­halda þeirri stöðu. Þeim er þó hollt að muna að það er auð­veld­ara að vinna lýð­hylli en við­halda henn­i.“

Þórður segir Sjálf­stæðis­flokkinn ekki munu fá í gegn flatar skatta­lækkanir, minnkandi ríkis­út­gjöld eða stór­aukna inn­reið einka­fyrir­tækja í heil­brigðis eða mennta­kerfið úr á­fram­haldandi stjórnarsa­sm­starfi.

Hann muni hins­vegar fá í gegn á­herslur sínar um orku­skipti, á­fram­haldandi staf­ræna væðingu á opin­bera þjónustu og ein­hvers­konar endur­skoiðun á trygginga­kerfum eldri borgara og ör­yrkja, sem Þórður segir enda kratískar og grænar á­herslur sem hinir stjórnar­flokkarnir tveir deili með honum.

„Og Sjálf­­stæð­is­­flokk­ur­inn fær að vera á­fram í rík­is­­stjórn – stjórna – sem er alltaf meg­in­­mark­mið hans um­fram allt ann­að. Til að binda slaufu á þessa sátt verður ráðu­neytum fjölgað og Sjáld­­stæð­is­­flokk­ur­inn fær flest þeirra.“

Pólitískt af­rek að standa á pappír fyrir það sem flestir vilja en ná samt engrum árangri

Þórður Snær segir það pólitískt af­rek hjá Sam­fylkingu, Við­reisn og Pírötum, að tapa fylgi þrátt fyrir að flokkarnir þrír séu í grunninn allir ein­hvers­konar krata­flokkar. Hann segir á­stæðuna liggja í lé­legum kosninga­á­herslum þar sem talað hafi verið um hálf­bakaðar tækni­legar út­færslur á breytingum á skatt­kerfi eða gjald­miðla­málum í stað þess að tala með nægi­lega sann­færandi hætti um að bæta líf fólks.

„Fram­­sókn og Flokkur fólks­ins horfðu hins vegar beint í augun á þeim og töl­uðu manna­­mál,“ skrifar Þórður.

„Þrátt fyrir að allir flokk­arnir þrír séu í grunn­inn ein­hvers­­konar kra­ta­­flokkar sem leggi á­herslu á vinstri vel­­ferð í bland við mark­aðs­á­herslur í at­vinnu­­mál­um, líkt og lang­stærsti hluti þjóð­ar­inn­ar, þá náðu þeir ekki einu sinni þriðj­ungi at­kvæða sam­an­lagt. Það er eig­in­­lega póli­tískt af­rek að standa á pappír fyrir það sem flestir vilja en ná samt engum árangri í kosn­ing­um.“