Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins laumaði sér inn á tískusíðu Fréttablaðsins

Vilhjálmur Bjarnason, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi, var óvæntur gestur á tískusíðu Fréttablaðsins í dag. Það er ekki vegna þess að hann mætti í hátískukjól eða kjólfötum á eitthvað mannamót heldur hitti það einfaldlega á að auglýsingin hans var á sömu síðu. Vilhjálmur var vel uppstilltur á myndinni og passaði hann því vel inn í hópinn.

Vilhjálmur sækist eftir öðru eða þriðja sæti á lista flokksins.

Hallgrímur Helgason rithöfundur slær á létta strengi á Twitter og segir:

„Tískusíða Fréttablaðsins nær nýjum hæðum.“