For­stjóri Hörpu kemur Auði til varnar: „Maður er eigin­lega bara miður sín allan hringinn“

Svan­hildur Kon­ráðs­dóttir, for­stjóri Hörpu, kemur tón­listar­manninum Auðunni Lúthers­syni, betur þekktur sem Auður, til varnar á Face­book síðu mynd­listar­mannsins Jóns Óskars.

Þar reifar Jón Óskar mál Auðunns sem sakaður hefur verið um kyn­ferðis­brot og hefur verið tekinn úr spilun á út­varps­stöðvum. „Hvað næst? Ætla Bónus og Domin­os að loka á hann líka ... eruð þið að reyna að drepa manninn?“ spyr Jón Óskar.

Ýmsir þjóð­þekktir ein­staklingar taka undir, þar á meðal Svan­hildur, blaða­maðurinn Jakob Bjarnar Grétars­son og sjón­varps­konan Sirrý Arnar­dóttir.

„Al­gjör­lega sam­mála þér. Að taka tón­list hans úr spilun í þessu sam­hengi er bara galið að mínu mati - að maður tali nú ekki um hvers konar signal þetta er um það sem koma skal! Maður er eigin­lega bara miður sín allan hringinn...,“ segir Svan­hildur, for­stjóri tón­listar­hússins Hörpu.

„Svo sá ég skoðana­könnun um hvort út­varps­stöðvarnar eigi að hætta að spila tón­listina hans. Þetta er komið út fyrir skyn­sam­leg mörk. Hættu­leg svona dômharka og ref­si­gleði,“ segir Sirrý sem þekktust er fyrir sjón­varps­þættina sína Fólk með Sirrý.