Forréttur töfraður fram á örskammri stundu

Í þættinum Matur og Heimili í kvöld bregður Sjöfn Þórðar sér í eldhúsið og framreiðir forrétt á örskammri stundu. „Stundum er ráð að leyfa einfaldleikanum að ráða för og velja hráefni í rétti sem taka skamma stund að framreiða en eru engu að síður ljómandi góðir og gleðja bæði auga og munn,“segir Sjöfn sem finnst fátt skemmtilegra en að framreiða ólíkar kræsingar fyrir gesti sína, meira segja sælkera réttina sem hún fær í Bónus og létta matargerðina til muna.

M&H Matur SÞ 1.jpeg

Í eldhúsinu hjá Sjöfn Þórðar í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut í kvöld klukkan 19.00 og aftur klukkan 21.00.

M&H Matur SÞ 2.jpeg