For­maðurinn mættur í vinnu á CO­VID-deildina: Alma á­nægð – „Frá­bær fyrir­mynd“

26. október 2020
10:54
Fréttir & pistlar

„Þetta eru furðu­legir tímar og Land­spítali komin á neyðar­stig. Sam­vinna og sam­staða er eina leiðin til að komast út úr þessum far­aldri,“ segir Sandra B. Franks, for­maður Sjúkra­liða­fé­lags Ís­lands.

Sandra sagði frá því í gær­kvöldi að í dag færi hún á sína fyrstu bak­varða­sveitar­vakt. Fer hún á sinn gamla vinnu­stað, A6 í Foss­vogi, sem nú er CO­VID-deild.

Eins og kunnugt er hefur Land­spítalinn lýst yfir neyðar­stigi vegna CO­VID-19 og þarf spítalann að takast á við mönnunar­vanda vegna far­aldursins. Sjúkra­liðar voru hvattir til að skrá sig í bak­varða­sveit heil­brigðis­þjónustunnar í gær.

„Sjúkra­liðar sem hafa að­stæður og eru reiðu­búnir að starfa tíma­bundið til í heil­brigðis­þjónustunni, með skömmum fyrir­vara, hvort heldur í fullt starf, hluta­starf eða í tíma­vinnu, eru hvattir til að skrá sig í bak­varða­sveitina,“ sagði á vef Sjúkra­liða­fé­lagsins.

Alma D. Möller land­læknir var á­nægð með frum­kvæði Söndru og skrifaði hún at­huga­semd undir færslu hennar á Face­book. „Kærar þakkir og góða vakt, frá­bær fyrir­mynd.“