For­maður sóknar­nefndar Digra­nes­kirkju vill að stjórn Sin­fóníunnar segi af sér

Val­gerður Snæ­land Jóns­dóttir, for­maður sóknar­nefndar Digra­nes­kirkju, vill að öll stjórn Sin­fóníu­hljóm­sveitar Ís­lands segi af sér. Það segir hún á Face­book-síðu sinni í kjöl­far frá­sagnar Bjarna Frí­manns Bjarna­sonar í gær um að hátt settur stjórnandi hljóm­sveitarinnar hafi brotið á honum og stjórn sveitarinnar svo hylmt yfir það.

„LOKSINS nær al­vöru mál at­hygli ... Stjórn Sin­fóníunnar verður öll að segja af sér ...,“ segir Val­gerður á Face­book-síðu sinni og deilir fréttum af máli Bjarna Frímanns.

Val­gerður sjálf var í vikunni, í frétt Frétta­blaðsins, sökuð um and­legt og líkam­legt of­beldi á vinnu­stað af kirkju­verði kirkjunnar, Sig­ríði Sigurðar­dóttur. Hún sagði frá því að Val­gerður og önnur kona hafi meðal annars kreist hana á milli sín.

Í fréttinni kom einnig fram að Val­gerður, og sóknar­nefnd kirkjunnar, vilja fá séra Gunnar Sigur­jóns­son, fyrr­verandi sóknar­prestur, aftur til starfa en Agnes M. Sigurðar­dóttir biskup vék Gunnari úr em­bætti sóknar­prests í kjöl­far niður­stöðu ó­háðs teymis þjóð­kirkjunnar sem taldi Gunnar hafa gerst sekan um kyn­ferðis­lega á­reitni, kyn­bundið of­beldi og ein­elti gegn sex konum.