Fordæma auglýsingu Vísis um myndir og myndbönd af harmleik í Borgarholtsskóla

Eins og aðrir fjölmiðlar hefur fréttastofa Stöðvar 2 og Vísi fjallað gaumgæfilega um þá hræðilegu atburði sem áttu sér stað í Borgarholtsskóla fyrr í dag. Talið er að nemandi skólans hafi ráðist þar til atlögu við aðra nemendur með barefli og mögulega hníf að vopni.

Afleiðingarnar voru að sex nemendur voru fluttir á slysadeild og var árásarmaðurinn leiddur út úr skólanum í járnum.

Auglýsing Vísis um frekari upplýsingar neðst í fréttum um málið hefur þó vakið hörð viðbrögð. Þar var spurt hvort að lesendur vissu meira um málið og að fréttastofan myndi taka við ábendingum, myndum og myndböndum á netfangi fréttastofa. Rétt er að geta þess að slíkar auglýsingar tíðkast á stærri erlendum fréttastofum þar sem jafnvel er greitt fyrir slíkt.

Unu Hildardóttur, varaþingmanni VG, er ekki skemmt yfir auglýsingunni. „Stuttu eftir þennan harmleik í Borgarholtsskóla þar sem tvö ungmenni, jafnvel börn slösuðust alvarlega birtið þið frétt. Finnst ykkur bara allt í lagi að óska eftir myndum eða myndböndum af atburðinum frá mögulegum vitnum?“

Undir þetta taka fleiri valkyrjur eins og Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, og Silja Bára Ómarsdóttir