Fólkið sem hóf verkfall í hádeginu: „Sumir segja að þetta sé gott, sumir segja að þetta sé slæmt“

Verk­fall fé­lags­fólks Eflingar hófst nú á há­degi á sjö hótelum Ís­lands­hótela. Um er að ræða ó­tíma­bundna vinnu­stöðvun sem tekur til allra starfa undir kjara­samningi Eflingar við SA um vinnu í veitinga- og gisti­húsum.

Hótelin sem um ræðir eru Foss­hotel Reykja­vík, Hotel Reykja­vík Grand, Hotel Reykja­vík Saga, Hotel Reykja­vík Centrum, Foss­hotel Baron, Foss­hotel Lind og Foss­hotel Rauðar­á.

Bar­áttu­sam­koma hófst á sama tíma í Iðnó fyrir allt fé­lags­fólk Eflingar sem tekur þátt í verk­fallinu en þar hefst dag­skrá klukkan 13.

„Sumir segja að þetta sé gott, sumir segja að þetta sé slæmt. Ég er bara ekki alveg viss,“ segir Francisco Vascu­ez fé­lags­maður Eflingar sem gekk út af sínum vinnu­stað í há­deginu í dag (Mynd efri hægra megin).

Francisco segist þó telja betra að staðan sé rædd en að það sé ekki gert.

Hann var mættur á bar­áttu­fund Eflingar í Iðnó á­samt öðru starfs­fólki Foss­hótela sem hann starfar fyrir. „Það eru allir hér,“ segir hann.

Efling fór fram á það í yfir­lýsingu fyrr í morgun að ríkis­sátta­semjar víki í kjara­deilu þeirra vegna van­hæfis. Ríkis­sátta­semjari fundaði með Sam­tökum at­vinnu­lífsins í morgun en ekki hefur verið festur fundur með Eflingu. Sam­eigin­legur fundur á að fara fram meðal deilu­aðila í dag en ekki hefur fengist stað­fest hvort að Efling ætli að mæta á þann fund.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins, segir kjara­deilu SA og Eflingar nú vera störu­keppni milli SA og ríkis­valdsins og allra anga þess.

Eflingar liðar mæta í Iðnó.
Fréttablaðið/Anton Brink

Efling fór fram á það í yfir­lýsingu fyrr í morgun að ríkis­sátta­semjar víki í kjara­deilu þeirra vegna van­hæfis. Ríkis­sátta­semjari fundaði með Sam­tökum at­vinnu­lífsins í morgun en ekki hefur verið festur fundur með Eflingu. Sam­eigin­legur fundur á að fara fram meðal deilu­aðila í dag en ekki hefur fengist stað­fest hvort að Efling ætli að mæta á þann fund.

Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins, segir kjara­deilu SA og Eflingar nú vera störu­keppni milli SA og ríkis­valdsins og allra anga þess.

Sólveig Anna með félagsmönnum sínum.
Fréttablaðið/Anton Brink