Verkfall félagsfólks Eflingar hófst nú á hádegi á sjö hótelum Íslandshótela. Um er að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem tekur til allra starfa undir kjarasamningi Eflingar við SA um vinnu í veitinga- og gistihúsum.
Hótelin sem um ræðir eru Fosshotel Reykjavík, Hotel Reykjavík Grand, Hotel Reykjavík Saga, Hotel Reykjavík Centrum, Fosshotel Baron, Fosshotel Lind og Fosshotel Rauðará.
Baráttusamkoma hófst á sama tíma í Iðnó fyrir allt félagsfólk Eflingar sem tekur þátt í verkfallinu en þar hefst dagskrá klukkan 13.
„Sumir segja að þetta sé gott, sumir segja að þetta sé slæmt. Ég er bara ekki alveg viss,“ segir Francisco Vascuez félagsmaður Eflingar sem gekk út af sínum vinnustað í hádeginu í dag (Mynd efri hægra megin).
Francisco segist þó telja betra að staðan sé rædd en að það sé ekki gert.
Hann var mættur á baráttufund Eflingar í Iðnó ásamt öðru starfsfólki Fosshótela sem hann starfar fyrir. „Það eru allir hér,“ segir hann.
Efling fór fram á það í yfirlýsingu fyrr í morgun að ríkissáttasemjar víki í kjaradeilu þeirra vegna vanhæfis. Ríkissáttasemjari fundaði með Samtökum atvinnulífsins í morgun en ekki hefur verið festur fundur með Eflingu. Sameiginlegur fundur á að fara fram meðal deiluaðila í dag en ekki hefur fengist staðfest hvort að Efling ætli að mæta á þann fund.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kjaradeilu SA og Eflingar nú vera störukeppni milli SA og ríkisvaldsins og allra anga þess.

Efling fór fram á það í yfirlýsingu fyrr í morgun að ríkissáttasemjar víki í kjaradeilu þeirra vegna vanhæfis. Ríkissáttasemjari fundaði með Samtökum atvinnulífsins í morgun en ekki hefur verið festur fundur með Eflingu. Sameiginlegur fundur á að fara fram meðal deiluaðila í dag en ekki hefur fengist staðfest hvort að Efling ætli að mæta á þann fund.
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kjaradeilu SA og Eflingar nú vera störukeppni milli SA og ríkisvaldsins og allra anga þess.
