Flug­virkjar með 1,8 milljónir í heildar­laun

27. nóvember 2020
11:35
Fréttir & pistlar

Flug­virkjar hjá Land­helgis­gæslunni voru með tæp­lega 1,8 milljónir króna að meðal­tali í heildar­laun á síðasta ári. Þeir hafa verið í verk­falli síðan 5. nóvember síðast­liðinn en Ás­laug Arna Sigur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra greindi frá því í morgun að til stæði að setja lög á verk­fallið.

Frétta­blaðið greinir frá launa­kjörum flug­virkja og er vísað í svar frá Land­helgis­gæslunni.

„Á árinu 2019 var heildar­launa­kostnaður vegna þeirra 17 flug­virkja sem þá voru starfandi sam­tals 462.375.431 krónur. Ef frá eru dregin launa­tengd gjöld voru meðal­heildar­laun flug­virkja hjá Land­helgis­gæslunni 1.764.291 kr. á mánuði,“ segir í svarinu en grunn­laun á síðasta ári voru á bilinu 501.213 krónur til 1.162.931 krónur og að meðal­tali 855.756 krónur.

Ekkert hefur gengið í samninga­við­ræðum flug­virkja og samninga­nefndar ríkisins en í gær höfnuðu flug­virkjar til­lögu Aðal­steins Leifs­sonar ríkis­sátta­semjara um lausn í deilunni. Í til­lögunni var meðal annars kveðið á um að flug­virkjar fengju sömu launa­hækkanir og kveðið var á um í aðal­kjara­samningi þeirra við Icelandair sem undir­ritaður var ekki alls fyrir löngu.

Hér má sjá frétt Frétta­blaðsins um launa­kjör flug­virkja.