Flosi vonsvikinn: Feitur köttur drapa alla ungana í garðinum hans

Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur og gítarleikari hljómsveitarinnar HAM, segir á Twitter-síðu sinni frá miður skemmtilegri uppákomu og segir að lausaganga katta sé ekkert annað en ofbeldi gegn náttúrunni.

„Svartþrastarungarnir í garðinum munu aldrei fá tækifæri til að hefja upp sína fallegu raust. Feitur köttur myrti þá alla, rölti síðan heim og át kattamatinn sem eigandinn keypti handa honum. Lausagangur katta er viðbjóðslegt ofbeldi gegn náttúrunni,“ segir hann.

Einn bendir á að það sé fátt náttúrulegra en kettir að éta fugla.

Þessu er Flosi ekki sammála og bendir á það eigi vissulega við um villiketti sem þurfa að éta.

„En feitir heimiliskettir sem myrða fugla til skemmtunar og fara svo heim að éta Whiskas og flatmaga í kjöltu eigandans? Hvað er "náttúrulegt" við það?,“ spyr hann og bætir við á öðrum stað að ekki sé við kettina sem slíka að sakast.

„Þeir eru bara að vera hið fullkomna veiðidýr sem þeir eru. Það er virðingarleysi eigendanna gegn umhverfinu sem er vandamálið.“