Flokkur fólksins eyðir lang­mestu í aug­lýsingar á Face­book

Flokkur fólksins er sá stjórn­mála­flokkur sem hefur eytt lang­mestu í aug­lýsingar á sam­fé­lags­miðlinum Face­book síðustu níu­tíu daga eða 1,45 milljónum króna. Á eftir flokknum kemur Sam­fylkingin með 833 þúsund krónur og svo Sjálf­stæðis­flokkurinn í 410 þúsund krónum.

Þetta má sjá í skýrslu aug­lýsinga­safns Face­book. Píratar tóku tölurnar jafn­framt saman og birtu á heima­síðu sinni í dag. Þeir hafa eytt minnstum pening í aug­lýsinga­kaup á þessu tíma­bili en alls hafa stjórn­mála­flokkarnir eytt um fimm milljónum króna í aug­lýsingar á þessum banda­ríska sam­fé­lags­miðli.

Eyðslan virðist ekki skila sér í fylgi. Flokkur fólksins myndi ekki ná manni inn á þing, miðað við skoðana­könnun MMR, ef kosið væri í dag en flokkurinn 12,1 prósent. Þá er Sam­fylkingin með 10,9 prósent en var áður með 12,1 prósent en það var ein­mitt fylgi flokksins í Al­þingis­kosningunum 2017.