Linda Blöndal skrifar

Flest ný tilfelli rakin til ítalíu - veiran komin til yfir 40 landa

26. febrúar 2020
16:12
Fréttir & pistlar

Há dánartíðni er vegna COVID-19 veirusýkinga, segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir hjá Landlæknisembættinu í þættinum 21  kvöld. Dánartíðni er tvö til þrjú prósent. „Það á að taka þessa veiru alvarlega“, meinar Þórólfur, dánartíðni hjá hefðbundinni Inflúensu sé um 0,1 prósent. Dánartalan til dæmis í kringum Spænsku veikina var í kringum tvö til þrjú prósent, svo það sé há tala og sér í lagi verði útbreiðslan mikið meiri og líkt og útbreiðsla spænsku veikinnar áður sem varð þess vegna svo skæð.

Veiran sem nefnd er SARS2 hefur aldrei áður greinst í mönnum.

Faraldurinn er nú að renna sitt skeið í Kína, segir Þórólfur. Sýkingarfaraldur á sér ákveðinn líftíma og hefur náð toppi í Kína þar sem sýkingar hafa átt sér stað frá því í desember en einnig hafa Kínverjar gripið við víðtækra ráðstafana. „Faraldurinn er bara að ganga niður þar en staðan breytist dag frá degi og gert það allan tímann og áhættumat er alltaf að breytast“, segir Þórólfur.

Veiran er núna komin til rúmlega 40 landa, segir hann en ekki náð mikilli útbreiðslu innan þessara landa þó nema helst í Suður Kóreu og önnur lönd á uppleið eins og Íran og hugsanlega Japan. Svo hafi komið skellur með nokkur norðurhéröð Ítalíu um liðna helgi þegar búist var við að faraldurinn væri að minnka i Evrópu, því Ítalir voru fjótir að bregðast við með samgönguvörnum og fleiru.

Flest nýgreind tilfelli í dag eru rakin til Ítalíu.

„Það er engin spurning að þetta er að færast víðar, þessi veira er þannig að það er um 80 prósent af þeim sem sýkjast sem fá veiruna vægt“, bendir Þórólfur á. Þá veikjast 20 prósent illa og um fimm prósent af þeim þurfa að leggjast á gjörgæslu í öndunarvél og fleira. Dánartalan er í kringum 2 til þrjú prósent. Ef veiran nær meiri útbreiðslu og mikilli útbreiðslu þá er þetta há tala, annars ekki.