Fjöl­miðla­menn klóra sér í kollinum: „Þetta er með mestu ó­líkindum“

Ís­lenskir fjöl­miðla­menn klóra sér margir hverjir í kollinum yfir þeirri á­kvörðun Ferða­mála­stofu að ætla að kaupa aug­lýsingar hjá er­lendum sam­fé­lags­miðlum til að aug­lýsa her­ferð sína í sumar.

Her­ferðinni er ætlað að hvetja Ís­lendinga til að ferðast innan­lands í sumar. Morgun­blaðið hefur meðal annars fjallað um málið og sagði Skarp­héðinn Berg Steinars­son ferða­mála­stjóri að nauð­syn­legt væri að nota er­lenda sam­fé­lags­miðla í þessum til­gangi. Þá hefur Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir ferða­mála­ráð­herra látið hafa eftir sér að hún sjái ekkert at­huga­vert við þetta.

Fjöl­miðla­menn eru margir hverjir undrandi á þessu og vilja einhverjir meina að verið sé að grafa undan rekstri ís­lenskra fjöl­miðla.

Egill Helga­son segir á Facebook-síðu sinni:

„Notkun ís­lenskra fjöl­miðla er í há­marki núna á tíma far­aldursins en Ferða­mála­stofa kaupir aug­lýsingar hér á Face­book og á Goog­le. Er furða þótt maður sé ekki trúaður á að ís­lenskir fjöl­miðlar eigi fram­tíð fyrir sér? Við förum hins vegar þangað til að leita upp­lýsinga á þessum ugg­væn­legu tímum. Þær upp­lýsingar er ekki finna á Face­book eða YouTu­be.“

Björn Ingi Hrafns­son, út­gefandi og rit­stjóri Viljans, tekur í svipaðan streng og segir átak ís­lenskra stjórn­valda kald­hæðnis­legt.

„Það er stór­kost­lega kald­hæðnis­legt að ís­lensk stjórn­völd ætli að markaðs­setja á­takið Veljum ís­lenskt á sam­skipta­miðlunum Face­book, Goog­le og Insta­gram.“

Jakob Bjarnar Grétars­son, þaul­reyndur blaða­maður á Vísi, segir ís­lenska fjöl­miðla marga hverja ramba á barmi gjald­þrots.

„Þetta er með hinum mestu ó­líkindum. Ís­lenskir fjöl­miðlar, sem hafa sannað svo ekki verður um villst mikil­vægi sitt hafi það farið á milli mála, á undan­förnum vikum, ramba á barmi gjald­þrots, allir aðrir en ríkis­fjöl­miðillinn sem skilað góðum hagnaði síðast. Nýr út­varps­stjóri hefur ein­mitt boðað sókn á sam­fé­lags­miðlum (sic).“

Jakob segir að sam­fé­lags­miðlar séu á meðal þess sem grefur undan rekstri miðla á markaði. Þeir skili engu til sam­fé­lagsins og séu margir hverjir á mörkum þess að teljast sið­legir.

„YouTu­be svo dæmi sé tekið gerir út á nyt­sama sak­leysingja sem stela höfundar­réttar­vörðu efni sem þeir YouTu­be-menn selja svo aug­lýsingar út á. Zucker­berg selur aug­lýsingar út á okkur sem sjáum líka um að fram­leiða kon­tentið fyrir hann hingað inn, auk fjöl­miðla. Auk þess sem sam­fé­lags­miðlar bera að veru­legu leyti á upp­lýsinga­ó­reiðu sem búið er að stofna sér­staka nefnd til að berjast gegn. En, aug­lýsinga­menn sjá þetta ekki svona. Þeim er drull sama. Take the mon­ey and run.“