Jón G Hringbrautjgh skrifar

Finnur oddsson hjá jóni g.: salan á tempo þriðja stærsta sala á hugbúnaðarfyrirtæki á íslandi

19. febrúar 2020
16:50
Fréttir & pistlar

Finnur Oddsson, forstjóri Origo, er gestur Jóns G. í kvöld. Þeir ræða afkomu Origo á síðasta ári og segist Finnur nokkuð sáttur við afkomuna í ljósi krefjandi aðstæðna á síðasta ári. Origo er jafnan fyrsta fyrirtækið í Kauphöllinni til að birta ársuppgjör sitt og lýkur því af fyrir lok janúar. Origo er með þrjú svið í rekstrinum – svið notendabúnaðar, rekstrarþjónustu og hugbúnaðar – og vekur athygli að langstrærsti hluti hagnaðar Origo kemur frá hugbúnaðarsviðinu. Þeir Finnur og Jón G. ræða einnig söluna á 55% hlut í Tempo til Bandaríkjanna haustið 2018 og kemur fram að sú sala var þriðja stærsta sala á hugbúnaðarfyrirtæki á Íslandi.

Þátturinn Viðskipti með Jóni G. er á dagskrá kl. 20:30 í kvöld.