Finni skorar á Þórólf og Svandísi: Prófum að taka slaginn

„Í þetta skiptið skulum við frekar styrkja heilbrigðiskerfið okkar og berjast og prófa að taka slaginn!
Staðan er sú að það munu þúsundir missa vinnuna út um allt og fullt af fyrirtækjum fara a hausinn ef það að loka öllu aftur og aftur verður eina lausnin okkar í þessu,“ segir Guðfinnur Karlsson, veitingamaður, best þekktur sem Finni á Prikinu, í færslu á Facebook.

Finni er þekktur sem mikið eðalmenni í miðbæ Reykjavíkur, en hann er meðal annars ábyrgur fyrir stöðunum Húrra, Bravó og Hótel Borg.

Ekki liggur fyrir hvernig stjórnvöld munu bregðast við stöðunni núna. Stór hluti fólks er bólusettur en á sama tíma fjölgar smitum.

Finni vill hins vegar styrkja heilbrigðiskerfið og halda samfélaginu gangandi:

„Ég býð mig allavega fram að borga í þann sjóð til þess að styrkja og berjast og vita þá pottþétt að mitt fólk heldur vinnunni.“