Fimm ára drengur látinn

4. apríl 2020
17:25
Fréttir & pistlar

Síðasta sólar­hringinn létust 708 í Bret­landi. Í þeim hópi var drengur, að­eins fimm ára gamall. Ekki hafa fleiri látist á einum sólar­hring á Bret­lands­eyjum.

Um 42 þúsund hafa smitast í Bret­landi og eru tæp­lega 4.500 látnir. 637 þeirra sem létust voru bú­settir í Bret­lands­eyjum og voru þeir á aldrinum 5 ára og upp í 104 ára. Fjöru­tíu þeirra sem létust voru ekki með undir­liggjandi sjúk­dóma. Þá létust sjö heil­brigðis­starfs­menn.

Áður hefur verið greint frá að 13 ára drengur frá London hefði látist úr CO­VID-19. Hann var ekki með neina undir­liggjandi sjúk­dóma.