Fer­tug og frá­skilin í litlu her­bergi hjá mömmu og pabba

Söng­konan Svala Björg­vins­dóttir segir frá því í nýjasta þættinum „Með Loga“ í Sjón­varpi Símans að eftir að hún skildi við Egil Einars­son árið 2018 hafi hún flutt heim frá Los Angeles, með þrjár ferða­töskur, og gisti í her­bergi hjá for­eldrum sínum.

Hún segir skilnaðinn hafa verið erfiðan því þau þekktust svo lengi. Þau kynntust þegar hún var að­eins 16 ára gömul og feður þeirra voru vinir.

„Þetta er sorgar­ferli og auð­vitað mjög erfitt, en gert í sam­einingu og gert fal­lega og allt það. En samt ó­geðs­lega erfitt,“ segir Svala í stiklu úr þættinum sem birt var á mbl.is í dag.

Hún segir frá því að hún hafi komið heim, eftir að hafa búið í Los Angeles í tíu ár, með að­eins þrjár ferða­töskur.

„Ég kom heim með þrjár ferða­töskur og er inni í her­bergi hjá mömmu og pabba,“ segir Svala og bætir við:

„Ég er fer­tug og ég er inni í her­bergi. Hvað er að gerast. Þetta er bara sýra.“

Þátturinn verður sýndur í heilu lagi í Sjón­varpi Símans í dag.

Fleiri fréttir