Ferðalag Garðars byrjaði ekki vel: Svona var staðan í Keflavík í gærkvöldi

Garðar Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, skellti sér út fyrir landsteinanna í gærkvöldi. Óhætt er að segja að ferðalagið hafi ekki byrjað vel því innritunarkerfi flugfélagsins Lufthansa hrundi og mynduðust langar biðraðir í kjölfarið.

Garðar var á leið til Frankfurt í Þýskalandi og átti vélin að fara í loftið klukkan 00:25 í gærkvöldi. Vélin fór ekki fyrr en á þriðja tímanum í nótt, eða klukkan 02:03.

„Búinn að standa í rúman klukkutíma í röð á kef airport afþví Check-in kerfið hjá Lufthansa hrundi ekki alveg svona sem ég sá fyrsta ferðalagið á árinu fyrir mér.. engin stöðluð Loksins mynd úr þessu,“ sagði Garðar á Twitter-síðu sinni og birti meðfylgjandi mynd.

Garðar bætti við að aðeins ein tölva virkaði og einn farþegi í einu væri tékkaður inn. Þá bætti ekki úr skák að nánast öll flugvélin var á undan honum í röðinni. Þetta kom sér ekki vel því Garðar virðist hafa misst af tengifluginu frá Þýskalandi vegna seinkunarinnar.

Hann birti svo aðra mynd á Twitter nú í morgunsárið, níu tímum síðar, þar sem hann var loksins kominn til Frankfurt eftir býsna langt ferðalag.