Felix Bergsson brjálaður út í Blóðbankann: „Lyktar illilega af hómófóbíu“

Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, ásamt fleiri sérfræðingum, gera verulegar athugasemdir við drög að reglugerðarbreytingum Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem heimila samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð.

Fram kemur í umsögn í samráðsgátt stjórnvalda að Blóðbankanum beri að tryggja öryggi allra blóðþega og innleiðing fyrirhugaðrar reglugerðar með svo skömmum fyrirvara „grafi undan tiltrú almennings á blóðbankaþjónustunni“ og „geti haft afleiðingar fyrir blóðgjafa og blóðþega.“

Með reglugerð Svandísar hefðu hommar loksins fengið að gefa blóð hér á landi en hinsegin samfélagið hefur í áraraðir barist gegn mismunum á blóðgjöfum. „Breytingin felur jafnframt í sér að kynhegðun veldur ekki lengur varanlegri frávísun blóðgjafar. Í staðinn er kveðið á um að blóðgjafi megi ekki hafa stundað áhættusamt kynlíf í fjóra mánuði fyrir blóðgjöf,“ segir í greinargerð reglugerðarinnar.

Fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson er ekki sáttur og segir á Twitter:

Hverjir stjórna eiginlega málum þarna í Blóðbankanum? Þessi barátta gegn blóðgjöfum homma er með miklum ólíkindum og lyktar illilega af hómófóbíu,“ segir Felix reiður. „Halda menn í alvöru að hommar myndu frekar en streitarar ljúga til um áhættusamt kynlíf?? Hvaða rugl er þetta??“