Fé­lagi Björns byrjaði að mæta í jakka­fötum í vinnuna – Þetta gerðist tveimur mánuðum síðar

25. janúar 2021
18:00
Fréttir & pistlar

Það hvernig fólk klæðir sig segir oft á tíðum ýmis­legt um mann­eskjuna. Próf­gráður og starfs­reynsla er því ekki eina það eina sem skiptir máli, til dæmis þegar fólk er að mæta í at­vinnu­við­töl eða er með frekari frama á vinnu­stað sínum í huga.

Björn Teits­son, fyrr­verandi blaða­maður og kynningar­stjóri Krabba­meins­fé­lagsins, deilir skemmti­legri færslu á Twitter þar sem hann bendir á at­hyglis­vert dæmi um þetta. Hann segir:

„Þekki gaur sem er afar prúður og góður við menn og dýr. Var í á­gætis starfi í stjórn­sýslunni (segi ekki hvar) en ca. 2011 tók hann með­vitaða á­kvörðun um að byrja að mæta í jakka­fötum í vinnuna, bindi og alles, alltaf, án þess að þurfa. Hann fékk stöðu­hækkun ca. 2 mánuðum síðar.“

Færsla Björns vakti tals­verða at­hygli og benti Snærós Sindra­dóttir, fjöl­miðla­kona á RÚV, meðal annars á það að margir væru ekki búnir að átta sig á að það getur skipt sköpum fyrir líf þeirra hvernig það kemur fram. Má þar nefna klæða­burð, förðun í ein­hverjum til­fellum, og fas.

Björn svarar Snærósu þannig að hann viti ekki hvort það sé gott eða slæmt. En þessi til­tekni kunningi hans hafi átt skilið að fá stöðu­hækkun þó hann hafi mætt í vinnuna í striga­skóm og í úlpu.

„Það næstum „skiptir ekki máli“ hvort það er gott eða slæmt - það er bara stað­reynd að ef við lítum út fyrir að vera með hlutina okkar á hreinu þá yfir­færir fólk það á fleiri hliðar okkar. Stundum þýðir það hræði­lega mis­munun en stundum að við getum verið okkar gæfu smiðir,“ segir Snærós meðal annars en um­ræðurnar má sjá hér að neðan.