Fékk vænan lyfja­kok­teil hjá ó­fag­lærðum starfs­manni: Lá dáinn á gólfinu

Ekkja lið­lega sjö­tugs manns sem lést skömmu eftir komu í á­fengis­með­ferð í Hlað­gerðar­koti haustið 2016, tapaði dóms­máli gegn Sam­hjálp í Héraðs­dómi Reykja­ness á föstu­daginn. Hún krafði sam­tökin um tæpar 12 milljónir í skaða­bætur. Frétta­blaðið greinir frá þessu.

Þar kemur fram að konan hafi fylgt manni sínum að Hlað­gerðar­koti þann 16. nóvember 2016. Maðurinn var undir á­hrifum á­fengis við komu á staðinn og upp­lýsti við inn­ritun hann hefði átt við lang­varandi á­fengis­vanda að stríða og áður farið í með­ferðir bæði á land­spítalanum og hjá SÁÁ.

Ekki var fag­lærður starfs­maður á vakt heimilisins um­ræddan dag og var því ó­fag­lærður starfs­maður sá sem inn­ritaði manninn og gaf honum lyf til afeitrunar. Maðurinn lagðist til svefns um fjögur­leytið sama dag í her­bergi sem honum var út­hlutað. Enginn leit inn til mannsins fyrr laust fyrir mið­nætti en starfs­maðurinn sem hafði inn­ritað hann leit til hans upp úr klukkan ellefu um kvöldið. Þá var hann látinn. Starfs­maðurinn hafði verið einn á vakt frá því klukkan hálf fimm síð­degis og hafði um það bil 30 vist­menn í um­sjá sinni.

Frétt Frétta­blaðsins í heild sinni.